gott að sjá ykkur!!

Jæja gott fólk....þá er víst kominn tími til að blogga smá.  Ekki alveg staðið mig í þessu í sumar. Sumarfríið hefur verið mjög gott.  Líður reyndar allt of hratt en það er víst gangurinn.  Höfum nú ekkert ferðast mikið en fórum samt til Akureyrar 1. júlí í brúðkaupið hjá Eyþóri og Ernu.  Það var að sjálfsögðu mjög gaman og yndislegur dagur hjá þeim eins og mátti búast við.  Við stoppuðum reyndar á Hólum í Hjaltadal á leiðinni þangað og gistum eina nótt.  Þar vorum við saman, ég og krakkarnir, Helga, mamma og pabbi og svo Helga Björg.  Það er alltaf svo frábært að koma að Hólum.  Við Helga og pabbi löbbuðum í Gvendarskál í frábæru veðri og það var frábært útsýni þar uppi. 

Annars höfum við svo bara verið róleg heima og líka svolítið í Búðardal.  Fanney er á fullu í fótboltanum og eru stífar æfingar og einnig leikir hjá henni þannig að við erum nú smá bundin hérna í borginni.  Hún var einmitt að keppa á símamóti um helgina ásamt eitthvað um 1500 stelpum frá öllu landinu.  Fengu reyndar ömurlegt veður vægast sagt.  Rok og rigning alla helgina, en þær stóðu sig frábærlega samt sem áður.  Ótrúlegt að sjá hvað þessar skvísur leggja á sig og láta ekki svona veður láta á sig fá.  Skil nú ekkert í símanum, sem er nú styrktaraðili mótsins, að senda ekki veðurguðunum sms um að senda betra veður......eru nú hæg heimatökin hjá þeim.  En eins og ég sagði þá stóðu þær sig mjög vel....urðu í 5 sæti af 14 í sínum flokki. Til hamingju HaukastelpurBrosandi.

Ætlum nú að reyna að skella okkur í veiði í næstu viku....ef veður leyfir.  Fanney er að spá í að taka sér frí á 2 æfingum og koma með.  Svo er mót á Sigló í ágúst þannig að hún þarf að mæta vel þangað til.  Svo stendur til að skella sér á dönsku dagana í Stykkishólmi, líka í ágúst.  Þannig að það er alltaf nóg að gera.

En jæja...heyrumst síðar....hilsner Magga


:)

Jæja þá er 17. júní liðinn og var mikil gleði í gær hjá okkur.  Fórum niður í miðbæ Reykjavíkur og fylgdumst þar með mörgu skemmtilegu.  Keyptar blöðrur og candy floss eins og fylgir þessum degiBrosandi.  Veðrið var bara ágætt....hlýtt og gott.  Komu nú smá dropar svona á milli..aðeins til að við myndum ekki ofþorna.   Svo fær maður endalaust skilaboð af austurlandinu.....sól og blíða og 20 stiga hiti......er þetta ekki bara bull??  Finnst þessu nú vera misskipt hérna á þessu landi.  Svo var farið á KFC og keyptir fullir pokar af kjúlla og meðlæti til að naga yfir landsleiknum sem kom svo á eftir.   Keyrði reyndar yndislegu börnin mín til pabba þeirra fyrir leikinn.....og það var nú erfið stund að skilja þau eftir.....alltaf að sjá það betur og betur hvað við erum nú háð hvoru öðru.  En það hafa allir gott af þessu.  Kom svo hér heim og þær biðu hérna....Helgurnar 2...þ.e.a.s Helga sys og Helga Björg.  Horfðum á þennan stórkostlega handboltaleik.  WOWOW hvað við vorum að tapa okkur yfir honum.  Yndislegur leikur og loksins loksins unnum við Svía í einhverju svona einvígi!!!! Og ekki var nú verra að hindra þá í því að komast á HMBrosandi.  Með fullri virðingu fyrir svíum samt sem áður.  Spurning um að fara bara að leggja fyrir og skella sér á HM á næsta ári.    hummmmm gæti verið gaman.

 En jæja nú erum við Helga sys að fara í Kringluna og kemba glugga og mátunarklefana:) það er þannig þegar margar veislur eru framundan.....þá þarf maður að versla,,,,,ekki satt?

Kveðja úr sólinni í dag (þótt ótrúlegt sé)...Magga


já blogg.....hehemmm

Jæja.....þá skal skrifa.  Allt í góðu hjá okkur maurunum hérna á holtinu.  Við höfum nú bara verið að reyna að fagna sumrinu.....en veðrið kannski aðeins hamlað okkur.  Fanney komin í sumarfrí og gekk alveg rosalega vel í prófunum....er svakalega stolt af henniBrosandi.  Það fer svo að styttast í að þau fari í orlof til pabba þeirra.   Þau verða þar í 3 vikur.  Það er brjálað að gera hjá mér næstu vikurnar.  Virðist alltaf vera svona hjá mér þegar fer að líða á sumarið.   Var í leikhúsi um helgina núna....17. júní svo að sjálfsögðu um þá næstu...svo útskrift hjá Lindu frænku...svo öldunga afmæli þann 28. júníSaklaus.  hehehe. Sorry sæta.   Brúðkaupið hjá Eyþóri og Ernu svo 1. júlí....Eiríksstaðahátíðin 7.-9. júlí...þannig að mér ætti nú ekki að leiðast. 

Já talandi um leikhús....fór á föstudaginn á Fullkomið brúðkaup í Borgarleikhúsinu.  Þvílík SNILLD.  Nú er ég ekkert að ýkja þegar ég segi að ég var með brosverki í andlitinu langt fram eftir nóttu....og með harðsperrur í maganum daginn eftir.....sökum hláturs.   Hef ekki hlegið svona mikið í mörg ár.  Enda ekki annað hægt þegar að Jói og Gói mæta saman....þeir eiga skilinn óskarinn fyrir leik.

En jæja....ætla nú ekki að ofgera skrifunum....hahahaha

kveðja í bili....Magga


Jæja...kominn tími til:)

Jæja það er nú víst orðið svolítið langt síðan hér var skrifað síðast.  Mikið búið að vera að gera síðustu daga og vikur eiginlega.  Erum nú að vera búin að koma okkur fyrir hérna í Suðurholtinu.  Veggirnir sem Óskar setti upp fyrir okkur halda enn allavegaGlottandi.  Takk fyrir hjálpina Óskar!!  Lyklarnir af Breiðvangi komnir í hendur nýrra og ánægðra eigenda.  Furðulegt hvað það færist yfir mann einhver afslöppun þegar það kláraðist.  En gott að vera komin hingað.....sumir hafa nú áhyggur af því að við séum alltaf á leiðinni nær Keflavík.....eða Grindavík.....veit nú ekkert hvað fólk er að tala um.  Reyndar er ég ca 10-15 mín héðan til Keflavíkur en td er ég í 20-25 mín í smá kaffisopa til ömmu í Breiðholtinu......ok kannski nokkuð til í þessu hjá fólki.

Var núna að klára að horfa á Ungfrú Ísland.  Hef nú ekkert mjög sérstakar skoðanir eða mikinn áhuga á þessari keppni yfir höfuð en frænka vinkonu minnar var þarna að keppa og lenti nú í 3. sæti.  Til hamingju Linda, Steinunn og fjöskyldurGlottandi

Fanney er á fullu í prófum þessa dagana.  Gengur bara vel held ég.  Les og les og leggur sig alla fram þessi engill.  Hún er núna hjá pabba sínum og gistir þar í nótt.  Þau eru að fara í sveitina til Ásgeirs og Unnar í Blönduhlíð....ætla að kíkja á lömbin og svona.  Við Patrekur erum bara 2 hérna í rólegheitunum.   Hann er nú allur að róast núna....búinn að vera smá tættur út af öllum þessum flutningum og tímaleysi allra í kringum hann.  Getur bara verið að við kíkjum í bláa lónið  með Kristínu og Sædísi á morgun.  Ef gott er veður.

En nú er hún Helga Björg aðalyndi komin í næturspjallHlæjandi þannig að við sitjum hér fram eftir nóttu og rifjum upp gamlar syndir og gleðistundir.....fram á rauða nótt.

kveðja í bili......Magga


Loksins flutt:)

Þá erum við loksins flutt....búið að taka smá tíma...úfffff.  Gekk nú samt ofsalega vel að klára dæmið.  Pabbi og mamma komu um helgina og við djöfluðumst hérna fram eftir öllu.  Svo kom Guðbjörn og vinur hans með sendibíl til að taka stóru hlutina....og svo Ragnar settur í ruslið. hehe..takk strákar fyrir hjálpina.  Og líka allir hinir sem hjálpuðu.  Svo er bara að klára að þrífa og ganga frá í Breiðvangi og þá er hægt að fara að slaka á.  Nú er ég að spá í að fara að vinna aðra hvora helgi, þegar krakkarnir eru hjá pabba sínum...Alltaf gott að fá smá auka pening.  Var að sækja um þjónastarf á café Aroma í Hafnarfirði.  Reyndar smá erfiðar vaktir....en finnst svo gaman að þjónaBrosandi Gæti líka kannski unnið þar svolítið mikið í sumar þegar yndin mín verða hjá pabba sínum í 3 vikur.  Hef víst lítið annað að gera þá.  Þetta kemur allt í ljós á næstu dögum. 

Er að fara í óvissuferð með vinnunni á föstudaginnUllandi vá hvað ég hlakka til.  Verður mikið fjör held ég.

En núna verð ég að fara að sofa sko á að mæta í sjúkraþjálfun kl 8....

bæ í bili....Magga


Ekker smá duglegar:)

Jæja þá er að leggja loka höndina á pakkningar og flutninga.  Stefnum á að fara með stóru hlutina á sunnudaginnHlæjandi.  Ætlum að nota góðmennsku pabba og mömmu og biðja þau um að hjálpa okkur.  Þau eru á leiðinni núna í bæinn á Patrolnum góða....og fær hann sennilega að njóta þess að fá að flytja síðustu hlutina okkar.  Þannig að ef að þið sjáið hvíta eldingu á ferðinni í Hafnarfirði um helgina....þá vitið þið hver er á ferðinniGlottandi.  Það er nú reyndar allt ilmandi í köku lykt hérna núna en Fanney og Katrín vinkona hennar voru að baka smákökur.....Reyndar ekki fyrir okkur heldur er vorhátíð í skólanum á morgunBrosandi.  En við Helga eigum nú örugglega eftir að næla okkur í eina og eina í kvöld...maður verður nú að fá orku...ekki satt???    En nú er ég komin með samviskubit...búin að sitja og pikka hér í 10 mín á meðan Helga pakkarÓákveðinn það er nú ekki gott.

Kveðja....Magga


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband