Vinna:)

Jæja þá er ég nú loksins farin að vinna aftur...það er æðislegt.  Er reyndar bara að vinna hálfan daginn til að byrja með.  Búið að vera mjög rólegt og notalegt...kannski ekki alveg að marka strax sko....bara búin að sitja úti í sólbaði...með litlu yndislegu vinunum mínumHlæjandi Það var alveg yndislegt að koma í gær í vinnuna...og þá komu þessi yndi hlaupandi á móti mér og maður drukknaði næstum því í faðmlögum og kossum og knúsumGráta þau eru svo yndisleg.  Þetta eru auðvitað forréttindin við að vinna á leikskóla...geta verið úti í góðum veðrum og þessi kríli gefa manni svo mikið.  Öll leiðindi og vesen hverfa eins og dögg fyrir sólu....Wow skáldleg maðurÓákveðinn

kv..í bili....Magga


Frábær helgi:)

Þá er helgin að klárast og hefur hún verið mjög skemmtileg.  Var svona að mestu leyti í fríi frá flutningum og pökkun.  En var í staðin að hjálpa til við að setja upp nýja eldhúsinnréttingu hjá henni ömmu.  Það var bara mjög gaman.  Fannst skemmtilegast að fá að vinna með pabba....hef ekki gert það lengi og fann að við eigum bara vel saman í þessuGlottandi.  Takk fyrir skemmtilega helgi pabbi.  Svo voru náttúrulega fleiri þarna....Amma að sjálfsögðu og Sirrý, Gæi og Helga Björg.  Þetta gekk bara vel...eigum við ekki bara að segja þaðÓákveðinn.  Allavega komst hún upp og það var fyrir mestu...þó að við þyrftum að rífa helminginn niður aftur og svona...það var bara til að skaffa verkefni.

En núna er ég bara að bíða eftir börnunum mínum.  Hlakka mikið til að fá þau heim.

Kveðja Magga


Maður verður bara hræddur.

Já já Helga Björg mín....ég skal skrifa....verð bara hrædd við þigHissa.  Hehe nei nei ekkert þannig.

Það er alveg ljóst að okkur systrum er ekki treystandi fyrir Ikea ferð.....alveg á hreinu.  Keypum þar hellin í gær...ætluðum aldrei að hætta.  Svo urðum við að fara aðeins aftur í dag.   Bara aðeins að kíkja sko.  Enda hlakka ég mikið til þegar Ikea opnar hér á milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar....minnkar bensín útgjöld hjá okkurGlottandi.  Vorum aðeins í dag að skrúa saman mubler úr innkaupaferðinni.  Lentum í smá skondnu sko...fórum í Húsasmiðjuna.  Okkur vantaði svo mikið sem skiptilykil og bitabox (fyrir borvélina sko) ekki að það sé aðal málið heldur er sko þjónustan orðin svo persónuleg þarna að það hálfa væri nóg.  Hehe..Maður nokkur vippaði sér að okkur skvísunum....og bauð aðstoð sína.  Jú jú við vorum að leita að þessum bitaboxum  og ég hafði nú ákveðnar skoðanir á því hvað ég vildi.  Þá vall uppúr garunum......"Já ert þú kona með verkfæradellu".  WHAT!!! fannst þetta nú hálf hallærislegt...stóð þarna með einn aumingjalegan skiptilykilinn og horfði á bitana.....ef þetta er ávísun á dellu...þá hlýt ég að vera forfallin dellusjúklingur á mörgum sviðum.  Svo máttum við varla stoppa við rekka þarna....þá var hann bara kominn aftur....þessi elska.   Það er nú spurning hvenær þjónustan verður yfirþirmandiGlottandi.  En þetta er nú samt sagt með fullri virðingu fyrir HúsasmiðjunniGlottandi

En jæja þá er nú spurning um að fara að sofa.....vonandi dreymir mig bara hana Helgu Bj sem er að bögga mig hérna....nei nei hún er það mesta yndi sem til erSaklaus.  Takk skvísa fyrir allt!!

Kveðjur úr kassahrúgunni....Magga


Frábær dagur:)

Til hamingju með daginn.  Þeir sem eiga hannBrosandi Við fórum nú bara í okkar eigin kröfugöngu í dag niður á Víðstaðatún.  Við Helga löbbuðum...Fanney og Elva vinkona hennar fóru á línuskautum og Patrekur hjólaði.  Tókum bara með okkur nesti og skemmtum okkur vel í aparólunni og á víkingasvæðinu.  Svo varð nú skyndilega kalt þarna þannig að við ákváðum að drífa okkur heim og þá voru nú fætur Patreks orðnir hálf þreyttir þannig að það lenti á Helgu að bera hann á háhest alla leiðina heim.  En þar sem að hún er nú svo mikið tól...þá gekk það að sjálfsögðu bara vel. 

Kíktum á íbúðina okkar í dagHlæjandi fengum sem sagt lyklana í dag.  Öllum líst bara vel á og hlakkar okkur bara til að byrja að flytja.  Þarna er rólegt hverfi og flott útsýni...það finnst mér mesti kosturinn.  Þrái bara að sjá út. Sennilega eitthvað sem ég tek með mér úr sveitinni.

Við Helga skelltum okkur svo í bíó núna í kvöld.  Fórum á mynd sem heitir Prime og er bara mjög góð.  Ákváðum að leyfa okkur að fara í lúxus salinn.  Það er geggjað.  Verst að nú vill maður helst ekkert annað.   Þarna liggur maður með tærnar upp í loft og fullt af plássi og þannig.....bara lúxus. 

Kv í bili...Magga


Mikið að gera í dag

Jæja þá erum við komin aftur í Hafnarfjörðinn.  Höfðum það mjög svo gott í Búðardal.  Elduðum flottan mat..bökuðum kökur...drukkum bæði bjór og annað.. smíðuðum silfurhringa fyrir okkur...s.s mjög notaleg ferð.  Í dag komum við svo heim og skelltum okkur á Ronju ræningjadóttir í Borgarleikhúsinu.  Það var mjög gaman.  Frábær sýningGlottandi Mikil tónlist...dansar...flott sviðið og allt flottast sem gat orðið.  Patrekur var nú samt smá smeykur svona á köflum.  Man helst eftir þegar Skallapétur dóÓákveðinn

Svo hittum við Eyþór, Ernu og Brynju og fórum saman á Ruby tuesday.  Það var mjög gaman að hitta þau.  Hittumst svo sjaldan þar sem það er nú nokkur hundruð kílómetrar á milli okkar svona dags daglega.  Svo bíða núna töskur..og upppakkningar eftir ferðina....þannig að það er víst best að byrja á því.

Kv.. Magga


Sveitasælan:)

Það er nú alltaf gott að komast í sveitina.  Sef alltaf eins og ungabarn hérna og svo er dekrað við mann við hvert tækifæri.  Var nú reyndar eitthvað vakandi fram á nótt....alltaf eitthvað símaspjallBrosandi.  Fórum aðeins í göngutúr í gær...röltum á róló til að "amma" fengi frið til að læra undir próf.  Þar gerði Fanney tilraun til að setja mömmu sína á línuskautaÓákveðinn fannst svo ráð að taka þá af áður en að stórslys yrði.  Í dag var hundleiðinlegt veður og bara legið í sófanum og dottað.  Patrekur fékk reyndar að fara á smá rúnt í "afabíl" það er nú alltaf toppurinn á sveitaferðunum.  Svo er núna komin þessi líka fína sól og blíða.  Enda grillið komið út og kjötið bíður eftir að komast þar áGlottandi.  Svo þurfum við að leggja snemma af stað og fara á Ronju á morgun.

bæ í bili......Magga sveitakona:-)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband