Færsluflokkur: Bloggar

Er nú smá hissa

Ætla nú ekkert að vera að leggja mína skoðun fram um að leyfa vændi á Íslandi, en finnst ykkur þetta ekki svolítil tvímæli hérna?   Fyrir ekki mörgum vikum síðan varð allt vitlaust hér á landi þar sem ákveðinn hópur vildi koma hingað til lands en þar sem atvinna þeirra virtist vera tengd klámiðnað þá var þeim bannað hreinlega að koma hingað.  Stuttu seinna greiða allir þingmenn landsins atkvæði með því að leyfa vændi á Íslandi.  Held að þeir séu nú bara að reyna að komast sem allra fyrst í sumarfrí þessir þingmenn.

En önnur frétt þessa dagana sem gleður nú mitt Dalahjarta.  Nýr vegur sem á að rísa yfir Tröllatunguheiði beinir nánast allri umferð til og frá Vestfjörðum í gegnum Dalina.  Þetta hlýtur að teljast vera gleðitíðindi. 

Jæja er bara í smá mat hérna....best að fara að vinna...vildi bara koma skoðunum mínum frá mér...

kv. Magga


Frábært veður

MMMM gaman að vakna í svona veðri eins og í dag.  Skal fyrirgefa veðurguðunum fyrir að ég geti ekki verið berfætt í sandölum í dag.  Sól, nánast logn, hvítt yfir öllu eða sem sagt ekta vetrarblíða.  Enda sit ég núna og bíð eftir því að morgun-krems-meðferðin þorni í facinu svo að ég komist út.  Myndavélin klár og búið að hlaða inn á mp3-inn og ekkert annað í sjónmáli en langur og góður göngutúr.  Fanney gisti hjá vinkonu sinni henni Önnu Láru í nótt.  Heyrði aðeins í henni áðan og það var bara stuð hjá þeim.  Hafa sjálfsagt getað talað um fótbolta og svo kannski líka fótbolta. hehehe. Aldrei hefði mér dottið í hug fyrir svona 3 árum síðan að hún Fanney ætti eftir að verða svona rosalega hooked á boltanum, frekar sá ég hana fyrir mér í frjálsum eða eitthvað þannig.  En henni gengur rosalega vel.  Er að spá í að leyfa Patreki að byrja í sumar eða haust.  Hann er jú mikill fótboltastrákur.  Verst er að hann vill nú bara byrja hjá Barcelona.......en er nú held ég að skilja að það sé smá langt að fara á æfingar.....hehehe nei nei það verða þá örugglega bara Haukarnir eins og hjá Fanneyju.  Stutt að fara á æfingar og bara ágætt starfið þar núna held ég.  Samt hef ég nú smá grun um að fótboltinn hjá Haukunum sitji aðeins á hakanum þar sem að körfuboltinn og handboltinn taka stóran skerf af fjármunum félagsins.  Annars veit ég ekkert um þetta sko.  Allavega er skvísan ánægð þarna, með frábærann þjálfara og frábærta foreldrastjórnWink (hehe ég er í henni sko).  

Nú grípur maður allar fréttir um álversstækkanir og les og les.  Síðast í morgun komu smá hugleiðingar frá honum Davíð Þór snilling með meiru.  Eftir þann lestur er ég alveg komin á það að ég vilji ekki sjá stækkun álvers hérna í Firðinum.  Góður punkur sem hann kemur með: "Hafnarfjörður þarf ekki Alcan, heldur þarf Alcan Hafnarfjörð".  Nokkuð gott hjá honum.  En þetta hugsar maður örugglega næstu 2 vikurnar, og bara gaman að því.

FRÁBÆR STS skólinn í gær. Hann Hrafn Ágústsson president´s team er þvílíkur snillingur að hlusta á.  Ef einhver getur sannfært mann um að maður geti fært fjöll, þá er það hann.  Skemmtilegur maður á ferðinni.  Heilsuhóparnir eru að kollríða öllu hérna á landinu.  Sem dæmi voru skráðir 9 heilsuhópar í september í landskeppninni okkar en núna í byrjun mars voru skráðir yfir 80 hópar.  Enda eru þeir snilldin ein. 

Jæja ætla að skutlast í skokkgallann og fara út í þessa bongóblíðu hérna, spurning um að koma við uppi og biðja mína kæru nággranna um að hætta að vera í erobic um alla íbúðDevil.

þar til síðar,,,,,Magga


Berfætt í sandölum

Það er draumur minn, að geta verið berfætt í sandölum þegar það fer að vora.  Þegar ég bjó í Danmörku var það bara þannig að maður fór úr sokkunum í byrjun apríl og fór ekkert í þá aftur fyrr en í september.  Jú jú gæti það svo sem alveg, en ætti þá sennilega á hættu á að veikjast þar sem að maður veit aldrei þegar maður fer í vinnu að morgni, hvernig veður er yfir daginn.  Td á miðvikudaginn síðasta keyrði ég úr Hafnarfirði í snjókomu og inn í rigningu í Reykjavík.  Þegar ég var búin að vera á keyrslu í smá tíma kom sólGrin jibbý hvað ég varð glöð að sjá hana þegar ég var að keyra frá Holtagörðunum.  Ákvað að skutlast upp á höfða og sækja sólgleraugun svo að ég myndi nú ekki valda skaða á götunum hérna.  Viti menn, þegar mín kom upp Ártúnsbrekkuna var líka þessi ausandi rigning.  Ákvað nú samt að sækja gleraugun fyrst ég var komin langleiðina.  Þurfti svo að hendast í Hafnarfjörðinn með dót og hvað haldiði?  Kemur ekki þessi líka snjókoma, það mikil að það var bara snjór á vegi sko......aftur í Rvk og þá rigning!!! Hvað er málið?  Hugsaði eftir þetta furuveður hérna, vissara að hafa allar týpur af skóm, jökkum og öllu í bílnum......you never know.En svona er jú Íslandið okkar og við elskum það ekki satt?  Fanney minnist oft sumarblíðunnar í Þingeyjasýslunni.  Það var yndislegt sumar.  20 stig + dag eftir dag og sól. MMMMmmmmmm.  Maður kíkir nú kannski þangað í sumar.  Annars verður sumarfrí eitthvað lítið þetta sumarið.  Á ekki nema 14 daga á launum og vinnan skipar ákveðna 4 daga.  Þannig að ég hef í raun ekki nema 2 vikur í frí.  Þær verða þá líka bara nýttar MJÖG vel.  Fanney verður nú sennilega mikið á ferðinni í sumar að keppa, en það er bara skemmtilegt.  Stefnum örugglega á pæjumótið á Sigló í ágúst.  Verst að þá ætluðum við að vera í heimsókn hjá mömmu og pabba.  En við finnum út úr því.  Verslunarmannahelgin verður æðisleg.  Heildsalan lokar fimmtudag, föstudag og þriðjudag í kringum verlunarmannahelgina.  Þá verður farið í heavy útilegu á góðum og rólegum stað. 

Jæja best að henda sér í háttinn.......eigið góða helgi:)


Já spurning um dugnað eða klikkun

Held nú að það sé frekar klikkun að fara út að skokka kl 6 á morgnanna heldur en dugnaður...hehehe.  Ja sko nú fer að verða spennandi að vakna á morgnanna.......vonandi að styttast í litla frænda/frænku á Akureyri.  En gaman að sjá að þú skulir vera komin í Fjörðinn JúlíaGrin  Það er sko gott að vera hérna.  Allavega vil ég helst hvergi annarsstaðar vera. 

Er að fara á STS á laugardaginn (skóli fyrir Herbalife fólk) á Grand hótel Reykjavík.  Hlakka mikið til, þar sem að mjög langt er síðan ég fór síðast.  Mikið nýtt að gerast hjá okkur og spennandi hlutir í gangi.  Heilsuhópurinn sem ég er í er alveg magnaður sko....(heitir líka magnaði-hópurinn).  Erum núna að fara af stað inn í nýtt tímabil og ætlum sko aldeilis að taka þetta með stæl.  Þannig að þið vitið að ef þið viljið koma og hlæja, spjalla, fíflast og grennast með hressum kjellum á öllum aldri, þá hafið þið samband.  Þetta er rosalega gaman.  Bara klukkutími á viku, hver hefur ekki gott af því?

Jæja best að fara að pakka niður fyrir börnin, eru víst að fara í Kópavoginn um helgina.

ciao......Magga

 


Haldiði að það sé nú

Ef að maður er ekki orðinn endanlega ruglaður hérna.....vakna kl 4 á nóttunni og fara svo bara að blogga.  Fer nú alveg að verða leið á þessu næturveseni.  Get aldrei sofið heila nóttDevil Fer að verða hjá mér eins og hjá Ernu mágkonu.....en samt ekki ólétt sko...hehhe. 

Fékk nú smá fréttir á föstudaginn tengdar þessu bak,háls og andlitsveseni hjá mér.  Er víst að fara í einhverja botox meðferð.  Hummm spurði nú taugasérfræðinginn minn hvort að botox væri ekki svona hrukkufyllir.....hún hló bara að mér.  Skils s.s að það eigi að sprauta þessu botox í augnvöðva, hálsvöðva og svo öxlina.  Þetta lamar víst þessa vöðva í 4-6 mánuði í einu.  Vill meina að það hjálpi mér að slaka á öllu dæminu í kring líka.  Hún þurfti nú aðeins að hræða mig samt......sagði að ef að það væri sprautað í vitlausann augnvöðva þá myndi augnlokið falla......í þennan tíma......WHAT!!!!!!!!!!!!!!!!!!! sagði ég nú bara.  En hún fullyrti að þessi læknir sem ég fer til sé sá eini á Íslandi sem hún treysti fullkomlega til að velja réttan vöðvaWhistling. Verð greinilega bara að vona það besta.   Yrði maður flottur.....með lepp bara í sumarfríinu. hehhehehehehe Magga skvísan sko.

Að öðru. Vona að þið segið mér ykkar skoðun á þessu.  Ef að einhverjum finnst börnunum sínum líða illa með ákveðinn hlut....er ekki fullkomlega eðlilegt að foreldrum líði þá ekki vel, no matter what?  Bara svona hugleiðing hjá mér, nokkur dæmi í kringum mig hjá vinum og kunningjum.  Held einhvernveginn að foreldrar myndu vaða eld og brennistein fyrir börnin sín, allavega er ég viss um að ég myndi gera það, fórna öllu fyrir þeirra vellíðan.     Já svona er að sofa ekki á nóttunni.....maður fer að hugleiða allskyns vitleysu sko.

Það er búið að setja nýtt plan fyrir laugadræsupartýið.  Það er stefnt að því að það verði næsta laugardag.  Svo er bara spurning hvort að einhver veikist.  Annars erum við Kristín skvísa í Búðardal að skipuleggja smá húsmæðraorlof. hehhe reyna að koma henni og fleirum hingað suður í smá skemmtiferð.  Ef af verður, verður þeim boðið hingað í "snarl" bara Herbalife og grænmeti sko.....ekkert vín á boðstólumHalo  hehehe sure....og svo ekkert annað en að skella sér á Players með snillingunum Vinum vors og blóma.  Þeir eru nú BARA góðir.  Erum að reyna að draga hana Línu með........koma svo Lína.....gætum haft það bara mjög skemmtilegt.  Jæja er að hugsa um að fara bara aðeins út að skokka áður en að ég fer að vekja englanna mína. 

Kveðja úr myrkrinu á Holtinu, beint á móti stækkandi álveri.......næturgalinn


Haukar

Flottur 5. flokkurFlottar Haukaskvísur:)

Jæja komin helgi

Skruppum aðeins í bíó í gærkvöldi á hann Norbit með Eddie Murphy.  Hún var alveg ágæt bara, samt eiginlega búið að sýna í trailerum allt sem var fyndið.  En það er alltaf svo gott að komast aðeins út.  Það varð ekkert úr skvísudjamminu okkar stelpnanna þar sem að það voru 2 veikar.  Ætlum að gera aðra tilraun næstu helgi.  En sko ætlaði nú ekkert að skrifa hérna nema það að láta ykkur vita að það eru komnar myndir hérna inn sem heita Patrekur á Hjalla. 

bæ í bili....


Álver.....ekki álver

Já nú er hart gengið að okkur hérna í Hafnarfirðinum.  Atkvæðagreiðsla um nýtt álver nálgast.  Ég verð nú að viðurkenna að ég var sko alveg hörð á því að kjósa með álveri.....fannst það eina vitið fyrir hafnfirðinga svona þegar litið er til framtíðar.  Hugsaði bara....það skiptir engu þó að það stækki....ekki truflar það mig að horfa á það gamla út um stofugluggann á hverjum degi.  Í gær kom inn um lúguna risa blað þar sem allar hugmyndir koma fram um stækkunina og teikningar hvernig hún kæmi til með að vera.  Leist bara ágætlega á það allt saman.  Á síðustu síðu blaðsins er svo grein frá Sól í straumi, samtökum gegn stækkun álvers.  Þar eru tilteknar nokkrar ástæður fyrir mótmælum þeirra.  Má nefna að 3 virkjanir verði settar í Þjórsá, rafmagnslínur til álversins verði þvílíkar, þar sem að álverið (eftir stækkun) þurfi jafn mikið rafmagn eins og allt höfuðborgarsvæðið.  Hluti af þessum línum koma nú reyndar til með að liggja í jörðu.....en kannski er það vitleysa í mér en svona í minningunni þá kemur nú óþæginlegar drunur með svona strengjum.......en allavega, nú veit ég ekki hvað ég á að kjósa (eins og það hafi nú gífurleg áhrif á niðusrstöðuna..hehe) en vil samt vita hvaða skoðun ég hef á þessu máli.   Þannig að nú verður það sennilega verkefni mitt næstu daga að skoða þetta fram og tilbaka. 

Annað.....horfði á smá brot úr þætti Sylvíu Nóttar......ohhhh my god.  Skil vel að hun skuli hafa verið að reyna að stoppa sýningar á þessu.  Þvílíkt bull. 

Jæja best að fara að hjúkra mínum unga prins.....liggur með 40 stiga hita hérna litli engillinn. 

síja...bææ


Fljótt að líða þegar gaman er

Afhverju skyldi það vera?  Það er svo mikil synd, þegar það er gaman vill maður stundum ekki að það endi.  Það er búið að vera svo rosalega gaman í vinnunni þessa daganna.  Langar stundum ekkert til að stimpla mig út.  Enda að vinna til hálf 7 í kvöld og sennilega eitthvað slatta lengur á morgun. 

Patrekur fór til Helgu eftir leikskólann í dag og svo bauð amma þeim í kvöldmat.  Eyþór var þar, hann er að spila á tónleikum í kvöld í Laugaráskirkju.  Svo er hann með tónleika í Njarðvíkurkirkju í næstu viku og þá ætla ég að kíkja á hann.  Komst bara því miður ekki í kvöld.   Helga ætlar að bjóða krökkunum til sín eftir viku og þá mega þau gista hjá henni.  Veit ekki hvert hann Patrekur ætlaði þegar við fórum að tala um þetta hérna við Fanneyju, sagðist ætla að sofa í 4 nætur hjá bestu HelguWink  Ef einhver er Idolið þeirra, þá er það hún Helga. 

Jæja best að fara að breiða, kyssa og knúsa í háttinn......þar til síðar,,,,ciao


HALLÓ

Hvernig væri nú að kvitta hérna????? Eina manneskjan sem er virk í því er hún Íris skvísa, enda er hún jú námsmaður og alltaf að skrifa eitthvað.......:)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband