Færsluflokkur: Bloggar
24.2.2007 | 09:41
úfff úffff
Jæja nú fékk ég sjokk svona í morgunsárið.....komst ekki inn á bloggið mitt. Sem betur fer var Ási að hlusta á tautið í mér og hann vissi afhverju. Svona er að fylgjast ekki með. Núna komin enn ein helgin, finnst eins og tíminn líði bara á fullu,,,,alltaf í helgarfríi. Það er reyndar ekki slæmt. Jú kannski að því leyti að maður nær varla að láta vikunna nægja til vinnu og þannig. Svo er maður orðin svo bilaður að það er alltaf vaknað hérna kl 8 um helgar. Komin þessi innbyggða klukka í mann. Það er reyndar mjög notalegt, gott að sitja bara og lesa blaðið með shake í annarri og já......blaðið í hinni. Brjálað að gera í líkamsræktinni, er farin að kvíða fyrir því þegar námskeiðið hættir í næstu viku. Spurning hvað launaseðillinn segir, hvort að það verður keypt nýtt kort eða hvað. Ég verð hálf hooked á þessu þegar ég loksins byrja. Og þá synd að hætta. Reyndar kem ég misvel undan tímunum þarna. Suma daga er ég að drepast úr harðsperrum.....hreinlega að drepast get ég sagt ykkur. Það er sérstaklega eftir Body pump. Það snýst um að lyfta þungum lóðum og reynir mjög mikið á vöðvana. Enda finn ég mjög mikinn mun á styrk og þoli hérna, sem ég er mjög ánægð með. Það kom upp hugmynd um að halda smá keppni í vinnunni. Allir sem vilja vera með myndu koma með 5000 kall og leggja í púkk, svo eftir einhverjar 10 vikur myndi sá sem væri búin að missa mest og þá með fituprósentu og allt inni í tölunni, fá þennan pening. Finnst reyndar smá áhætta í þessu. Er hrædd um að það færi út í öfgar og fólk færi að nota óráðleg ráð til að létta sig. Allavega mín skoðun. Ætla bara að halda mér við minn heilsuhóp. En jæja best að fara bara með krakkana út í sólina, labba niður að læk eða eitthvað.
Bæ í bili....Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 15:13
Framkvæmdum lokið
Jæja þá er loksins komin pása í tiltektargleiðina hérna á holtinu. Komið nóg í bili held ég. Það var haldið upp á lokin með frekar rólegu "evróvision" (what a name) partýi. Legið í sófanum og nartað í snakk. Rauðhærði rokkarinn okkar vann, líst nú bara vel á það. Ef einhver hefur vit á þessum herlegheitum, þá er það Eiríkur Hauks. Allavega er það mín skoðun. Það verður gaman að fylgjast með honum svara fyrir Silvíu Nótt. obbbobbbobb......vorkenni honum nú hálfpartinn. En svona er lífið.
Það er brjálað að gera í vinnunni þessa dagana. Skil þetta bara ekki alveg. Oft sem ég kemst ekkert í mat eða pásur og þá þakka ég nú guði fyrir að það sé til Herbalife. hehehehe annars væri ég sennilega dauð úr hungri. Gott að geta gripið með sér shake og drukkið yfir daginn. Verð að vinna til kl 6 í dag og er hérna í smá kaffipásu......stelst til að skrifa smá á meðan. Annars er þetta mjög gaman hérna í vinnunni. Alltaf nóg að gera, allir kátir og glaðir (eða flestir) og bara stuð sko. Langar nú að fara að komast með þeim í eitthvað partý en ég missti af síðustu herlegheitum. Annars erum við að fara í leikhús í byrjun mars að sjá "pabbinn" í Iðnó. Hlakka mikið til. Svo erum við nú að fara að hittast "Laugadræsurnar" jibbý jibbý......það á að vera mojito- singstar partý og svo eitthvað players stuð á eftir held ég bara. Vonandi að við getum allar hist núna, vantaði sko Berglindi aðalskipuleggjarnn síðast. Vona bara að hún Inga fari að koma heim frá Kýpur til að vera með okkur. En hún er vonandi með okkur í huganum bara.
En jæja,,, best að skella sér í vinnugírinn aftur......þar til næst......Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2007 | 22:57
Frábær ferð
Jæja þá er maður komin til byggða frá austurlandinu. Þetta var bara mjög góð ferð. Flaug í morgun í stórkostlegu veðri....vægast sagt. Svo æðislegt að fljúga svona í birtingu og horfa á roðann og fallega landið okkar. Vildi bara helst ekkert lenda. En það var ekki lengi sem sælan var, Bónus beið og allt á fullu spani þar. Fullt af fólki með drasl út um allt, smiðir, sölumenn og allt að gerast. Það tók því ekkert að sitja og horfa á liðið heldur var byrjað að skella upp pinnum og dóti á þá upp um alla veggi. Ætla nú að óska þeim þarna á Egilsstöðum til lykke með verslunarstjórann þarna......hann er nú bara einn sá "næsasti" sem ég hef hitt í þessum bransa. Mjög svo mikill hugsjónamaður á ferðinni. Skelltum okkur aðeins á Búlluna í hádeginu og ég ákvað ásamt Jónu (christel) að fá mér hreindýraborgara. Það var mjög gott get ég sagt ykkur. Tók mig smá tíma að ákveða að þora......en sá sko ekki eftir því. Kíkti aðeins á hana Helgu Björgu upp á Hafrafell. Það var mjög gaman. Þetta er frábær staður sem þau búa á þarna. Rosalega fallegt. Vona að þau geti farið að gera þetta að sínu heimili sem fyrst, fallegt og skemmtilegt hús sem þau eru í þarna. Hún skutlaði mér svo á völlinn aftur. Það var ekki alveg eins rólegt og fallegt flugið á heimleiðinni......ohhh nei nei.....byrjaði á þvílíkum látum á leiðinni upp frá Egilsstöðum og meira og minna hristingur alla leiðina. Svo þykir mér aldrei gott þetta aðflug hérna í Reykjavík.......líður ekki vel að hristast og skjálfa.......falla aðeins niður og svona, rétt fyrir ofan sjóinn......ekki alveg ég. En sem betur fer hafði ég hana Jónu við hliðina á mér allan tímann og við gátum blaðrað hvora aðra út úr hræðslunni. En jæja.....best að fara að sofa úr sér sveitasúrefnið.....og byrja svo nýjan dag á menguninni hérna.......varla að maður tími því, en svona er lífið....
Kveðjur frá Holtó......Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 16:14
æðisleg helgi að baki
Jæja þá er maður komin aftur í borg óttans og sveitasælan gaf manni nú heldur betur vind í seglin. (skáldleg) Það var æðislegt að komast aðeins vestur. Krakkarnir slökuðu svo á og maður sat bara með þeim í legó og rólegheitum. Fékk nú mest samviskubit yfir því að mamma greyið gat ekkert lært þar sem að hún stóð eiginlega á haus við að dekra við okkur......vonandi að ég geti bara hjálpað henni við að læra í staðinn.
En núna er maður s.s komin aftur í daglega lífið og vinnan beið bara eftir manni. Ási sat fram á nótt við að skrúfa saman skrifborð og stóla. Ætlum að reyna að klára það í kvöld. Svo var verið að gefa okkur sófasett.......Árni gaf okkur það......ætlum allavega að prufa að setja það upp heima og sjá hvort það passar í risa stofuna:) hehehe. Mjög mikið að gera í vinnunni núna. Mikið að koma nýtt, líka sumt sem átti að vera LÖNGU komið en er ekki enn og Maggan orðin smá stressuð yfir því.....verslunarstjórarnir farnir að spyrja aðeins of oft..... en svona er þetta. Er að fara til Egilsstaða á morgun til að rútta til þar í Bónus. Setja upp fullt af nýju dóti. Helga Björg ætlar að sækja mig á völlinn og skutla mér í Bónus og vonandi fæ ég svo smá tíma til að kíkja á hana áður en ég kem til baka seinnipartinn......hlakka til:) En jæja ætla að fara að koma mér heim að skrúfa meira......
ses igen......Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2007 | 13:36
Sveitaferð
Jæja loksins kominn föstudagur og við á leiðinni í sveitina (Búðardal). Hef ekki farið þangað með krakkana síðan í október (skömm að segja frá þessu). Og ég ekkert á þessu ári......usss usss usss. Enda var hann Patrekur snöggur á fætur í morgun þegar hann heyrðist minnst á að fara til afa og ömmu já og ekki má gleyma Hómer. Verst er að maður borðar einhverra hluta vegna svo mikið þegar maður fer vestur. Spurning um að gleyma alls ekki shakenum og taka hlaupaskóna með:)
Loksins er nú farið að sjá fyrir endan á þessu málunarstússi heima hjá mér. Orðið smá þreytandi að hafa drasl út um allt, en þetta fylgir þessu víst. Ætla að ná mér í orku fyrir vestan (sofa s.s eins og alltaf) heheheh og klára þetta svo í næstu viku. Er víst að fara til Egilsstaða á þriðjudaginn til að setja upp eitthvað "stuff". Það verður fínt, ætla að kíkja á Helgu Björgu í leiðinni. Það verður gaman að sjá loksins hvar þau búa.
En jæja off to Búðardal....Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2007 | 23:30
jæja...þá er HM búið
Jæja þá geta hinar frodómafullu "anti" handboltafríkur tekið gleði sína aftur, HM er búið og við lentum í 8. sæti og þar með alls óvíst að við náum á ólympíuleikana. Sem er kannski bara ágætt.....nóg komið af yfirþrýsting.....allavega hérna hjá mér Annars bara allt gott að frétta hérna. Framkvæmdir vonandi að klárast, og allt að komast á sinn stað. Fanney og Patrekur ekkert smá ánægð í nýju herbergjunum sínum. Og mamman fær sennilega víðáttubrjálæði þegar hennar er tilbúið!!!!! Verður allt öðruvísi að geta verið með tölvuna þar og þá meira pláss frammi og líka kannski meira næði ef maður er að vinna í tölvunni.
Fanney er í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hún fór í morgun og kemur aftur á morgun. Hún er þar með Haukunum á "litlu ólympíuleikunum". Þar fer flokkurinn með þjálfaranum og fara í allskyns leiki og prufa aðrar íþróttir. Svo var pizza og videó í kvöld og koma svo heim á morgun. Mjög sniðugt til að hrista saman hópinn og fá þær til að kynnast á öðrum forsendum en fótboltanum.
Patrekur er hjá pabba sínum og er væntanlega ánægður að hafa alla athyglina núna Hann virðist vera í einhverjum vaxtakipp núna......stækkar bara og stækkar....t.d eru sparibuxurnar hans sem hann fékk í byrjun des (og voru þá vel víðar og síðar) orðnar nánast of stuttar. Enda fór ég á útsölu í Hagkaup í morgun og bætti aðeins úr buxnaúrvalinu í skápnum hjá honum. Var nú lítið eftir þar en fann eitthvað....
Jæja nú fer að styttast í að litlu frændsystkini mín úti á landi fari að koma í heiminn......"Marteinn" á Akureyri og "bumbus" (eins og ég kalla "hana") á Egilsstöðum. Það verður gaman að fara í vinnuna þegar þau koma.....fæ ég loksins að versla ungbarnafötin sem eru þarna......
En nú er ég að hugsa um að fara í háttinn.....áður en ég fer að fá mér eitthvað að éta.....harka dauðans hérna núna.
Kveðjur af "Mount Everest" (eins og Ási segir) Magga og co
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2007 | 21:54
For satan (eins og danir segja)
Fari það í bölvað........ekkert smá súrt tap í kvöld. Fannst nú skárra að tapa á móti þjóðverjum sko.....en ekki DÖNUM!!! en jæja er of súr til að blogga meira.
Holtamaurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2007 | 23:08
Fréttaflutningur
Ég skal nú alveg viðurkenna það að ég er smá súr út í Rúv núna (svona meira en venjulega). Hvernig fréttamennska er það að skoða einungis eina hlið máls sem farið er með í fréttum? Er ekki rétt að skoða allar hliðar málsins, tala við aðila beggja vegna borðsins og gefa þar með fólki sem hlustar á, kost á að mynda sér skoðun? Í staðinn fyrir að vera með heilaþvott og rangfærslur í fréttum?
Það sem ég er að tala um núna er þetta mál með fréttaflutning Rúv á lifrabólgutilfellum og Herbalife. Kannski ekki hlutlaus í þessu máli en finnst þetta ekki eiga rétt á sér. Hefur td ekki komið fram að Rúv neitaði að tala við forsvarsmenn Herbalife erlendis.....hafa ekki gefið forsvarsmönnum Herbalife kost á að koma fram og svara fyrir þetta.....neiiiiii einhvernveginn hljómar þetta fyrir mér eins og dómur en ekki frétt... Í lok skýrslu viðkomandi læknis sem er í þessu tilfelli að dæma Herbalife, þakkar hann þeim fyrirtækjum sem styrktu hann í þessari "rannsókn" sem nota bene gaf engar niðurstöður. Þessi fyrirtæki eru flest öll lyfjafyrirtæki á landinu...ætla ekki að nefna þau neitt hérna. Svo má líka nefna að þessi læknir var eitt sinn mjög náinn Herbalife......hvað gerðist....? Fátt um svör þegar stórt er spurt......
Spurning um að fá bara Kompás í málið.......?????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2007 | 20:20
Sumarbústaður
Jæja þá er kominn sunnudagur og frábær helgi að baki. Skelltum okkur í bústað í Ölfusborgum yfir helgina. Buðum Katrínu okkar (teljum okkur alltaf eiga aðeins í henni sko) að koma með okkur. Það var stanslaust stuð frá föstudegi fram til kl 19 í kvöld. Höfðum bara kosy kvöld þegar við komum austur. Fórum bara nokkuð snemma að sofa og sváfum bara vel. Svo var farið út í gær og vorum við úti frá kl 11 til kl 16. Frábært veður og bara æði. Ási og krakkarnir byggðu þetta líka flotta virki....snjóhús eða bara listaverk. (sjá myndir) Hituðum kakó og drukkum úti á palli....héldum svo aðeins áfram...stelpurnar urðu að skella sér í pottinn til að bræða klakann af hárinu og tánum Bara gaman. Svo dóluðum við okkur í bæinn í dag, fórum á Style-inn og svo þegar við komum heim gátum við ekki setið á okkur að fara út að renna. Svo æðislegt veður. Löbbuðum hérna upp á holt og renndum okkur heilan helling. Svo endaði gleðin þegar einhverjir ósvífnir vélsleðamenn komu og tættu allt í brekkunum í sundur og spændu þarna á milli allra barnanna fram og til baka, voru svo að bjóða þeim far og fleira. Okkur fannst þetta langt frá því að vera sniðugt. Þannig að við létum okkur bara hverfa. Allir orðnir líka hálf dasaðir eftir helgina.
Núna er hún Helga komin með íbúð uppi í Breiðholti. Flutti þangað bara núna um helgina. Til hamingju með íbúðina Helga mín. Eigum nú eftir að sakna þín hérna úr kotinu. En svona er lífið, það heldur áfram og ég veit að henni á eftir að líða vel þarna. Flott íbúð á flottum stað líka. Stutt að kíkja til ömmu (bara rétt yfir götuna). Öfunda hana heilan helling af útsýninu þarna.....úfffff það er æðislegt. Annað en hérna hjá okkur, bara rétt yfir Vellina og álverið......nei nei það er ágætt. Sjáum alveg vel út í sveitina.
Jæja best að fara að rífa upp úr töskunum og gera klárt fyrir morgundaginn.
Hilsner, Maggan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2007 | 19:42
úfff
Jæja þá er loksins vörutalning hjá Rún lokið!!!! úfffff ekkert smá. Fleiri þúsund vöruflokkar út um allt hús...uppi undir lofti og niður við gólf....telja hvert einasta sokkapar takk fyrir. Kommon...10 sokkar til eða frá Nei nei, þetta er nauðsynlegt og það var bara stemning í húsinu. Allir kátir og glaðir eftir jólin, svo ef að maður taldi upphátt (svona til að ruglast síður) þá var kallað: "bannað að telja upphátt þegar maður er að telja!!!!" hehehe bara gaman.
En já hún Fanney er bara ennþá í Búðardal. Henni líður alltaf svo vel þar. Skrapp í Hallkelsstaðahlíð í gær með Sædísi, Kristínu og Óla. Kíkja á hestana. Fannst það bara mjög gaman. Fór svo með ömmu sinni í vinnuna í morgun til að kíkja á gamla fókið á Silfurtúni. Svo er bara að koma henni suður fyrir helgina. Hún vill nú helst vera þarna fram á sunnudag.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)