Færsluflokkur: Bloggar
11.10.2006 | 21:51
Heilsufundur númer 2
Jæja þá er heilsufundur númer 2 búinn og kom mín líka svona glöð þaðan:) Gaman þegar vel gengur:)
Annars allt við það sama hérna á Holtinu. Haustið farið að gera vart við sig....rigning og smá hrollur í manni. En ætla nú ekkert að vera að væla þar sem að snjór kíkti við sumstaðar:) Er að hugsa um að kíkja kannski bara á Esjuna um helgina ef það verður gott veður. Hef aldrei farið þangað og er farið að langa til að kíkja. Annars verður þessi helgi notaleg og róleg:) Segi frá því seinna. Við systurnar erum búnar að bíða lengi eftir morgundeginum.....nýja IKEA opnar!!!!! ohhh verður gaman hjá okkur....styttra að fara og svona stór IKEA....gerist ekki betra.
Helga Björg gerði sér lítið til og skrapp hingað í höfuðborgina í heimsókn....ætlum að borða saman á morgun. Hlakka til að hitta hana almennilega .... hún er alltaf á hlaupum sko þegar hún er hérna....hummmmmm...
En jæja....hef nú eiginlega ekkert að segja.....þar til næst.....Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2006 | 19:53
Varð að segja frá þessum:)
Verð bara að segja ykkur þennan.......
Hjón skelltu sér í sumarbústað við Þingvallavatn. Manninum þótti gaman af veiði en konan kaus frekar að liggja með góða bók. Einn daginn kom maðurinn heim í bústað eftir nokkuð langa veiði í vatninu. Var þreyttur og ákvað að leggja sig. Konan ákvað þá að skella sér aðeins á bátnum út á vatnið. Réri vel út og henti akkerum þar, lagðist út af í bátnum og las bók. Þegar hún hafði legið þar í nokkra stund, kom veiðivörður á bát til hennar. "Heyrðu kona góð, hvað ert þú að gera hérna?" segir vörðurinn. Konan kíkir á hann og segir: "Nú ég er að lesa bók" og hugsaði með sér hvort að það væri ekki augljóst. "Þú ert á vernduðu veiðisvæði hérna á vatninu" segir vörðurinn. "Já en ég er ekki að veiða." skýrir konan þá út fyrir honum. "Þú ert með allar græjur í bátnum til þess, og hvað veit ég nema þú byrjir á því á hverri stundu. Þú verður að koma með mér í land, ég þarf að taka niður skýrslu af þessu," segir vörðurinn þá. Konan hugsar sig vel um og segir svo: "Ef þú gerir það, þá kæri ég þig fyrir nauðgun!" " Já en ég hef ekki snert þig kona góð," segir hann hálf glottandi. Þá gall í konunni: "Þú hefur nú allar græjur til þess, og hvað veit ég nema þú byrjir á því á hverri stundu." Veiðivörðurinn sneri við á bátnum og réri í land.
Segir okkur nokkuð, um okkur konurnar, túlki það hver eins og hann vill
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2006 | 12:45
Allt á hvolf:)
Jæja þá er maður að verða vitlaus hérna. Varð eitthvað þreytt á draslinu hjá okkur hérna og fékk þá hugmynd að snúa öllu við og breyta og breyta. Hugmyndin gekk ekki alveg eftir eftir mælingar og pælingar. En eitthvað varð að gera til að ég fengi ekki nóg af þessu hérna.....þannig að allt fór á fullt snúa hillum, borðum, skápum. Setja upp hillur og læti. Þannig að nú vonum við að þetta verði inni hjá mér í smá tíma:) Við Patrekur erum heima í dag sökum veikinda.....og hann er búinn að vera að hjálpa mér við að skúra hérna.....og vá ekkert smá efnilegur. Fanney var líka mjög dugleg að hjálpa mér í gær. Þreif eldhúsið og hjálpaði mér með að snúa og stilla......Reyna að ala upp í þeim heimilisstörfin:)
Fór í gær á fund hérna í næstu götu með Halldóru Skúla og Erlu Sig Herbalife snillingum:) Erum að setja af stað heilsuhóp sem ég ætla sjálf að vera í. Rosa aðhald og átak hjá þeim. Er svo að hugsa um að koma af stað sjálf svona hóp þegar ég hef klárað þetta, þá veit ég aðeins hvernig þetta virkar. Erum með smá keppni svona innan hópsins og svo verður hópurinn skráður í landskeppni. Þetta er rosalega hvetjandi. Við hittumst einu sinni í viku og þá er mælt og vigtað og spjallað um allt milli himins og jarðar. Mjög svo gaman:) Settum okkur ákveðin markmið og áttum svo að ákveða hvað við vildum gefa sjálfum okkur í verðlaun ef að við næðum okkar markmiðum á tilsettum tíma. Maggan skrifaði að hún ætlaði að fara í dekur-helgarferð til Köben:) Þannig að ef að einhver vill, setja sér markmið, og standast það með mér.......komdu þá með til Köben:)
En jæja ætla að fara að læra...nota tækifærið á meðan ég er heima
þar til síðar, Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2006 | 21:07
Nýjar myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2006 | 20:53
Allt að verða vitlaust hérna
Það er nú meira hvað veislur og skemmtanir geta hlaðist á mann á stuttum tíma. Stundum sér maður ekki hræðu, eða fer nokkurn skapaðan hlut, en svo koma tímabil þar sem að allar helgar eru þétt skipulagðar. Framundan eru td, skemmtifundur í vinnunni með Jóni Gnarr, námskeið, reunion frá Laugum, Fyrsti vetrardagur, árshátíð í vinnunni og þetta er fyrir utan allt sem að ég er búin að ákveða að gera með krökkunum. En þetta er nauðsynlegt í skammdeginu. En talandi um reunion.....jibbý loksins loksins ætlum við skvísurnar að hittast. Vá hef ekki séð sumar síðan á Laugum forðum daga. Þetta verður æðislegt. Ætlum að fara út að borða á Caruso og svo á ball með Sálinni á Nasa.
Krakkarnir fóru í sumarbústað með pabba sínum um helgina í Haukadalinn. Það var rosa stuð hjá þeim og flugu sögurnar hérna í gær og í dag um hlaupandi hrúta í réttunum og aumingja Fanney öll orðin blá og marin eftir að draga í dilkana. Finnst það nú bara gaman.
Fanney er farin að æfa 4 sinnum í viku og er áhuginn alveg rosalega mikill hjá henni sem er frábært. Hún finnur sig mjög vel í þessu. Nýr þjálfari kom í haust og er hann að ná vel til hennar. Kvartar stundum yfir að þau séu eitthvað hörð við þær En þær hafa nú bara gott af þessu. Patrekur fylgdi henni í Risann í Kaplakrika í dag og þá sagðist hann ekkert ætla að æfa fótbolta með Haukum, það væri sko mikið flottara hús sem væri hjá FH. Þannig að það er spurning hvað verður fyrir valinu.
Vinnan er að virka rosalega vel. Frábært samstarfsfólk, mjög fjölbreytt starf og ekki skemmir að geta labbað um og verslað föt á "spot pris" á fjölskylduna. Fer nú að hlakka til að fá öll þessi frændsystkin sem eru á leiðinni svo að ég geti farið að versla þarna í ungbarnadeildinni.....hún er bara frábær.
En jæja nóg í bili.....Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2006 | 19:52
Byrjuð í nýju vinnunni:)
Jæja þá byrjaði dagurinn á því að mæta í vinnu á nýjum vinnustað. Það var nú alveg ótrúlegt að ég svaf nánast ekkert í nótt, alltaf að vakna og kíkja á klukkuna. Annaðhvort var ég svona stressuð yfir því að ég myndi mæta of seint eða svona mikil spenna. Dagurinn var s.s bara mjög svo skemmtilegur. Rúntaði í Njarðvík (Reykjanesbær heitir það víst) og svo bara að læra á tölvurnar og allt dæmið. Líst ofsalega vel á þetta allt saman nema kannski hvað það er erfitt að komast í og úr vinnu....úffffff en ætla að gera tilraunir næstu daga hvaða leið er fljótlegast að fara.
patrekur örn......(Patrekur að æfa sig að skrifa á tölvunna)
Fanney og Helga eru að leika sér að teikna tattoo, er mest hrædd um að þær dragi mig í tattooveringu hérna...hehehe.
Jæja ætla að halda áfram að skrifa smá hugsanir.....set þær inn seinna:)
kv Magga holtabúi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2006 | 17:16
Endalausar skammir hérna!!!
Kannski ekkert skrýtið þar sem að það er greinilega bara bloggað á mánaðar fresti.
Nú er allt að komast á skrið hjá okkur hérna holtabúunum...Fanney æfir stíft í boltanum og er svo að byrja í Sönglistinni á laugardaginn. Það verður frábært hjá henni. Patrekur er bara á fullu í leikskólamálum og er svo stoltur af því að vera orðinn stórahópsdrengur og tekur því mjög alvarlega að vera að aðstoða litlu púkanna sem eru að byrja. Svo á það nú til að gleymast þegar heim er komið að maður sé stilltur og allt það.....
Síðasti dagurinn í vinnunni hjá mér er á morgun. Þá endar 6 ára starfsaldri mínum á leikskóla. Verður nú örugglega skrýtið að vera ekki endalaust að hugga, snýta og skeina......en börnin mín fá að njóta þess í staðinn að fá alla mína athygli. Byrja sem sagt sem sölumaður hjá Rún á mánudaginn. Það verður spennandi að prufa eitthvað nýtt og vonandi að það verði bara gaman. Hef fulla trú á því. Annars endar minn ferill hjá leikskólanum mjög vel......fer nefnilega í óvissuferð á föstudaginn:) ohhhh það verður æðislegt. Búin að redda mér kúrekahatti sem er "þemað" og svo keyptum við á deildinni allar eins klúta en vantar hugmyndir um hvernig við getum sett okkur allar (erum 6) í svona ákveðið þema saman......kannski bara young guns.......hehehe. Þetta verður BARA stuð.
kveðja í bili.....þarf að fara að baka fyrir morgundaginn.....heimta víst kökur í vinnunni....Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2006 | 09:33
hehemmmm
Já veit það vel að ég er löt að skrifa.....bara mikið að gera. Segjum það allavega.
En við Fanney vorum á Siglufirði um helgina þar sem fram fór pæjumót í fótbolta. Ég var gripin sem fararstjóri með 5. flokknum hjá Haukunum ásamt 3 öðrum kjellum. Þetta var alveg ofsalega gaman. Mikið fjör að vera með 22, 11 og 12 ára stelpur í einni stofu. En þeim gekk nú bara mjög vel öllum saman. Mikið spilað á reyndar mjög svo blautum völlum, sérstaklega þeim sem hún Fanney lenti á......hann var bara drulla á miðjunni. Svo voru þær auðvitað að fórna sér fyrir boltan sko,,,, og flugu stundum beint á hausinn í ökkladjúpri drullunni. Enda vorum við í því að þvo og dusta drullu úr búningunum þeirra. En þetta setti bara sinn svip á mótið og Siglfirðingar eiga hrós skilið fyrir frábærlega skipulagt mót. Allt gekk eins og í sögu. En það voru nú þreyttar mæðgur sem komu heim í gærkvöldi. Enda löng keyrsla að baki og stanslaust fjör.
Svo fer nú að styttast í skólann hjá Fanneyju....var einmitt að skrá hana í Hvaleyrarskóla í morgun. Hún er bara nokkuð spennt að byrja. Enda segist hún greyið vera vön að skipta um skóla. En skulum nú vona að hún fái frið til að vera þarna eitthvað. Arnar fór og gerði stórinnkaup af skóladóti fyrir hana, sem kemur sér rosalega vel. Svo fékk nú Patrekur "skólatösku" og bók frá honum og situr sko stjarfur við að æfa sig að skrifa stafi og fleira.
En nú skal fara að taka upp úr töskum og þvo;)
ciao þar til síðar. Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.7.2006 | 21:52
Frábær helgi
Jæja þá er helgin búin og vinnan bíður í fyrramálið.
Fórum vestur og nutum þess vel. Sátum nú bara í slökun yfir videó á föstudagskvöldið....fórum til Ingu og keyptum bara af henni mynd....og settum okkur í svaka stellingar....snakk og ídýfur í sófanum. Svo var nú ákveðið að brjóta smá reglur...svona þar sem að mamma og pabbi voru ekki heima......og buðum honum Hómer að kíkja í sófann til okkar. Það vildi nú ekki betur til en það að hann fékk greyið hálfa ídýfudós yfir sig allan. Greyið....vorkenndum honum heilan helling. En hann var nú bara mjög sáttur sko...sleikti og sleikti...ummmmmm fannst þetta æðislegt og var því ekki alveg sáttur við okkur þegar við skelltum honum í sturtuna.
Kíktum á Bikarmót vesturlands í hestaíþróttum og þar var verið að vígja nýjan reiðvöll í Búðardal. Til hamingju Glaðsmenn með stórglæsilegan völl og aðstöðu í kringum hann. Það var frábært að sjá það. Svo er bara vonandi að ráðuneytið samþykki beiðnina okkar um að byggja reiðhöll. Þá er þetta komið. Ég kíkti svo aðeins með öllum gömlu kunningjunum út og það var nú svakalega gaman.....smá þreytt í dag....en ekkert sem jafnar sig ekki.
Jæja...kveðjur úr Firðinum....Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.7.2006 | 20:48
Fríið að verða búið.
Jæja þá er nú þetta blessaða sumarfrí að verða búið. Vinna á mánudag og þá byrjar rútínan aftur. Erum fyrir vestan núna...mamma og pabbi fóru úr bænum og við komum til að halda félagsskap yfir Hómer. Það er búið að vera nóg að gera síðustu daga. Krakkarnir fóru í Þórsmörk um síðustu helgi með Arnari og Guðleifu. Það var sko rosa gaman hjá þeim. Fjallgöngur og læti. Við skelltum okkur svo í keilu í vikunni.....það er alltaf jafn gaman. Patrek fannst nú skemmtilegast þegar hann fékk fellu eða feykju.....er ansi góður sko. Svo kíktum við í bíó.....og svo var toppurinn á vikunni gærkvöldið.....en þá fórum við Fanney og Helga með Kristínu og Sædísi á Footloose í Borgarleikhúsinu. Mikið ofsalega var gaman. Segi bara ekki annað. Snilldar tónlist, söngur, leikur, svið, búningar og svo bara showið eins og það lagði sig. Unnur Ösp á greinilega framtíðina fyrir sér í leikstjórninni.
En nú þarf að koma börnum niður og jafnvel fullorðnum líka.....þar til síðar.
kv Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)