Jæja.......svona er lífið

Hvað er þetta með kosningar........ég hef nú yfirleitt verið viss um hvað skal kjósa......og alltaf með mínar rökstuddu skoðanir á því......en núna er ég hreinlega alveg tóm.  Mér finnst þetta vera komið út í svo mikið bull.  Allavega get ég ekki gert upp hug minn þratt fyrir að ég sé búin að vera að reyna að horfa á einhverja umræðu þætti og þannig......kannski að maður verði bara í evróvisíon partý einhversstaðar frekar:)  Talandi um söngvakeppnina......skrapp í Hvaleyrarskóla í morgun en foreldrum 6. bekkinga var boðið í samveru sem er haldin reglulega.  Þar koma nemendur bekkjanna fram með allskyns skemmtiatriði.  Í dag var lagt upp í tónleika með lögum sem Ísland hefur sent í söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.   Það var hreinlega frábært!!! Þessir krakkar, hvað þeim dettur í hug.  Fanney söng með Auði lagið "if I had your love" með Selmu Björns.  Tókst æðislega hjá þeimGrin.  Svo voru þarna fleiri atriði, td komu 4 strákar og sungu Heaven með Jónsa....allir í gallabuxum og hvítum bolum.....engir smá töffarar....hehehe.  Þetta er mjög gaman að fá að fara þarna og sjá þessa krakka.  Húrra fyrir Hvaleyrarskóla! 

Erum að spá í að skreppa vestur um helgina til að slaka aðeins á.  Krakkarnir farnir að grátbiðja mig um það.  Enda er góða veðrið þar.  En jæja, best að fara að halda áfram að taka til og smíða:)

 kossar frá Holtó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Ekki veit ég hvað ég á að kjósa, hvað þá að ég fylgst með umræðunum, er með hausinn ofaní bókum þessa dagana ;)

Hvað er verið að smíða? er frekar forvitin.. 

Íris, 2.5.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband