Hvað er að gerast með landann?

Langar að miðla smá reynslusögu til ykkar.

Þannig er að ég vinn jú sem sölumaður og fer á marga staði, hitti margt fólk og það allskyns fólk.  Sé margt bæði jákvætt og neikvætt.  Eitt dæmi kom upp í dag þegar ég var að vinna og fór í eina ónefnda verslun á höfuðborgarsvæðinu.  Það var búið að opna og það er nú þannig að oft er það eldra fólk sem fer að versla fyrst eftir opnun.  Þarna var eldri maður á röltinu í versluninni og var hann nokkrum sinnum búinn að labba framhjá mér og brosti alltaf góðlega til mín.  Svo heyri ég að hann reynir að tala við eina unga starfsstúlku þarna sem var að raða í hillur.  Hún svarar nú ekki alveg strax en svo þegar hann pikkar svona laust í öxlina á henni, sennilega haldið að hún heyrði ekki í honum, þá snýr hún sér"truntulega" við og hálfpartinn öskrar á hann: " I don´t speak icelandic!!!!!" Maðurinn hrökklast aftur á bak og brá greinilega mikið.  Labbar hratt frá henni í áttina þar sem ég stóð og fylgdist með þessu, þá kemur að honum maður sem hrúgar yfir hann skömmum á einhverju tungumáli sem enginn skildi....ég ákvað nú að ganga inní þetta og bjóða fram aðstoð mína við gamla manninn.  Hann var klökkur þegar ég ávarpaði hann og bauð hjálp mína.  Sagðist ekki skilja afhverju hann væri að reyna að lifa sjálfbjarga lífi og reyna að versla í matinn......það gæti enginn talað íslensku á Íslandi lengur.  Ég leiddi manninn að þeirri vöru sem hann leitaði að og hann var greinilega mikið þakklátur.  Ég labbaði síðan að þessari konu, pikkaði í öxlina á henni (eins og sá gamli hafði gert) og sagði (á ensku) hvað ertu að hugsa á meðan þú öskrar hér á gamalt fólk sem leitar eftir aðstoð.....ertu ekki að vinna hérna til þess að aðstoða??  Hún skildi þetta nú og tautaði eitthvað ofan í sig á þessu sama óskiljanlega tungumáli.  Það vill svo til að ég þekki verslunarstjóra þessar verslunar ágætlega og ég ákvað að tala um þetta við hann.  Sérstaklega þar sem þetta var nú ekki í fyrsta skipti sem ég sá svona.......Hann brást jú ekki vel við þessum fréttum og gekk rakleiðis til stúlkunnar og sá að þau áttu einhver orðaskipti þarna.  Skipti mér ekki af því eftir þetta......

Það sem að ég hugsaði eftir þetta, var......hvers eiga afar okkar og ömmur og jú foreldrar okkar kynslóðar að gjalda!!!!  Ég er ekki fordómafull manneskja....en stundum er mér ofboðið hvernig hægt er að koma fram við það fólk sem hefur komið þessu landi upp eins og það er......þeir sem hafa þurft að strita og púla allt sitt líf til að búa undir rassgatið á okkur!! Finnst við aðeins þurfa að bera virðingu fyrir því hvað þau hafa lagt á sig.  Eins með litlu krílin okkar.....þau eiga eftir að erfa landið okkar og eins gott að við förum aðeins að hugsa um hvernig við ætlum að arfleiða þau........

Já er í ham hérna.....varð mjög reið og sár í dag þegar ég sá þetta. 

Búin að ná mér samt vel niður,,,,búin að flétta tæplega hundrað fléttur í dag...Vinkonur Fanneyjar öfunduðu hana af fótboltafléttunum hennar....þannig að ég bauð mig fram til að prufa:) Puttarnir orðinir ansi þreyttir.  Hehehe....

En jæja best að fara að pakka fyrir Fanneyju, hún er jú að fara til Vestmanneyja á miðvikudaginn.

hilsner......Magga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er stolt af þér það er til skammar að koma svona fram við eldra fólkið

mamma (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband