Heiðarleiki......eða ekki

Já það er orðið langt síðan síðast hérna.....skal alveg viðurkenna það.  Er búin að vera í sumarfríi núna í rúmar 2 vikur og hefur bara verið frábært.  Ekkert smá flott veður allan tíman og eiginlega smá léttir að fá smá rigningu núna.  Flökkuðum um vestfirði um daginn með mömmu og pabba, fórum svo í útilegu í Skorradalinn og þaðan í fermingu til Akureyrar þar sem hún Rakel yndisleg fermdist með pomp og prakt.  Alltaf gaman að kíkja á munkanna á AkureyriCool Þannig að núna er bara slökun í borginni (ef það er hægt að slaka á þar...)  Jú hvaða vitleysa....það er ekkert mál.  Ligg heima og blogga....bý mér til nýtt blogg fyrir LR Henning dótið mitt....og leik mér í playmo þess á milli.  Gerist nú varla betra. 

En já langar að segja frá atviki sem ég lenti í í gærkvöldi í Smáralindinni.....er smá svekkt út í okkur hérna.....

Þannig var að ég var ekki að gera flóknari hlut en það að leggja inn gsm inneign í hraðbanka í Smáralindinni.  Er að tala við Fanneyju, svara smsi og líka leggja inn (kennir manni kannski að gera ekki of margt í einu) Nema hvað, ég tek kvittun út sem sýnir mér inneign og ég labba frá hraðbankanum.....þegar ég er komin aðeins í burtu frá honum, fatta ég allt í einu að kortið varð eftir.....úbs...ekki gott.  Ég sendi Fanneyju hlaupandi að bankanum en nei...ekkert kort.  Ég hringi beint í Visa Ísland og læt þá loka kortinu en þá sagði hún mér að það gæti nú hugsast að hraðbankinn hefði tekið það inn aftur.  Það er víst gert til að forðast stuld á kortum sem gleymast, mjög sniðugt.  Í morgun hringi ég svo í viðkomandi banka....en nei nei...ekkert kort er í hraðbankanum.  Þannig að, á þessum kannski 30 sek sem liðu frá því að ég labbaði frá þessu þar til Fanney kom aftur, var búið að taka kortið.  Hugsa mig um, hvar er heiðarleikinn....viðkomandi hefur pottþétt verið þarna við hliðina þegar við vorum að leita......

Eins heyrði ég sögu um mann sem keyrði í burtu frá bensínstöð hérna á höfuðborgarsv. með gsm símann á toppnum á bílnum og hringir svo strax í símann sinn þegar hann fattar þetta......en nei..þá er bara skellt á.  Aftur og aftur.....þessi maður fékk aldrei símann sinn til baka...

Er ennþá þessi hugsun hérna....."Sá á hlut sem finnur"  Þetta var eitthvað sem maður notaði þegar maður var krakki og var eigingjarn á eitthvað....

 Man nefnilega eftir því að þegar ég bjó í Danmörku, á sínum tíma, þá var það svona óskrifuð regla að ef þú fannst eitthvað, síma, veski eða eitthvað annað verðmætt á götum eða annarsstaðar, þá setti maður það í næsta póstkassa og pósturinn sá alltaf um að koma hlutunum til skila ef hægt var að fá uppl um eiganda....tökum nú dani til fyrirmyndar!!

Jæja hætt þessu væli hérna og farin í playmó:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

En gaman að fá blogg frá þér

Spáum í þessu, beðið við hraðbankan til að grípa kortið. Er farin að fara mjög varlega við hraðbankana hér líkt og þegar ég ferðast erlendis.  EN ef svona óskilavarningur væri settur í póstkassan hér held ég að pósturinn "tæki það í sína hendur bara." 

Íris, 20.7.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband