Langt síðan síðast

Jæja kominn smá tími á blogg held ég.

Mikið um að vera síðustu viku.  Við Helga sys sátum hérna til kl 4 aðfaranótt laugardags við að búa til scrap blöð fyrir afmælið hennar ömmu.  Það var æðislega gaman.  Við hlógum og fífluðumst hérna við að rifja upp minningar eftir myndum.  Það er svo æðislegt að geta skoðað myndir saman....ættuð að prufaCool.  Svo þegar við vöknuðum á laugardaginn fórum við að skipuleggja daginn miðað við það að vera komin til Sirrýjar um hálf 2.  Þá kom smá stress í liðið....áttum eftir að gera svo ansi margt.  Rokið var í Fjarðarkaup.....svo við systur í Smáralindina þar sem að við urðum nú að finna okkur eitthvað til að vera í.....heim aftur að klára bakstur svo bara hobb hobb allir af stað.  Ekki má gleyma að ég gaf mér nú samt smá tíma til að kjósa vegna álversstækkunarinnar.

Afmælið hennar ömmu var yndislegt.  Alltaf gaman að fara í veislur þar sem að koma saman ættingjar og vinir sem maður hittir annars ekki í mörg mörg ár.  Td einn frændi minn sem ég hef ekki séð í 14 ár......það er allt of langt.  Amma ánægð með daginn og fór strax eftir helgina og gekk frá því að kaupa sér æðislegt rúm í svefn og heilsu sem börnin hennar og allir afkomendur gáfu henni.  Til hamingju amma.

Talandi um kosningar, mikil spenna var í Firðinum fram að helginni.  Maður fann það vel.  Fólk skiptist á skoðunum allsstaðar.  Fór meira að segja til læknis fyrir helgnia (sem ég þekki reyndar vel) og hann talaði helling um þetta.  Á vörum allra.  Kosningin fór jú þannig að tillagan um stækkun var felld af íbúum bæjarins.  Allskyns ásakanir hafa komið upp um að fólk hafi verið að skrá lögheimili sitt í Firðinum til að geta kosið.  Mér finnst það nú ótrúlegt, finnst ykkur það ekki?  Ekki myndi ég gera það bara til að hafa einhvern kosningarétt.  En vonandi jafna allir hafnfirðingar sig fljótt á þessu og við getum farið að lifa eðlilegu lífi hérna. 

Litla frænka á Akureyri var skírð á sunnudaginn 1.apríl. (ekki plat)  Hún heitir Katla og er Eyþórsdóttir.  Yndisleg frænka og til hamingju með nafnið. 

Jæja best að fara að koma sér í vinnuna.....síðasta daginn fyrir páska


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Afmælisveislur eru nauðsinnlegar til að hitta ættingja.  Það hefur nú greinilega verið fjör að undirbúa þetta hjá ykkur.
Njóttu páskana!!

Íris, 4.4.2007 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband