Gleðilega páska!

Jæja þá er páskadagur kominn og allt eins fljótt að líða eins og áður.  Fórum á Laddi 6-tugur á miðvikudagskvöldið.....og oh my god hvað það var æðislega gaman.  Þessi maður er snillingur.  Það sem kom mér mest á óvart var þegar hann skellti sér í Bubba líki og tók hann líka svona flott.  Hef aldrei séð neinn taka hann eins vel.  Allir gömlu karakterarnir voru þarna og það var frábært að rifja þá alla upp.  Svo sá maður stundum að hann var eitthvað að spinna, þegar hljómsveitin og aðrir leikarar sem voru á sviðinu með honum, grétu hreinlega úr hlátri.  Þá kom greinilega eitthvað sem ekki var búið að æfaWink.

Brunuðum svo vestur á fimmtudaginn til að sækja Patrek, en hann fór vestur með mömmu og Helgu á þriðjudag.  Ég var plötuð á línuskauta......hehemmmm byrjaði nú ekki vel, flaug beint á æðri endann með miklum verkjum um allan líkamann.  Svo var stefnan tekin niður að sláturhúsi en þar átti jú að vera gott plan til að æfa mig á.  Þegar Ási var sennilega búinn að fara 5 ferðir samanlagt fram og til baka...(við að bíða eftir mér) komst ég loksins á leiðarenda.  Jú skal alveg viðurkenna að þetta er örugglega mjög gaman þegar maður er búinn að ná tækninni.....en þangað til er þetta eiginlega bara sársaukafullt!!   Komum svo aftur suður á föstudaginn langa.  Fór með krakkana í Kringluna í gær, bara til að chilla.  Páskaeggjaleit fór svo fram í morgun....var held ég allt of lin í þeim feluleik.  Fundu þau nánast strax.  En þau eru eitthvað ekki mjög gráðug í eggin í dag.  Fórum mikið út að labba, hjóla, hlaupa og línuskautast þannig að það eru allir bara í góðum gír hérna.  Grilluðum svo svínakjöt núna áðan og allir liggja núna og láta líða úr sér.  Svona á páskadagur að vera.

farin að letast með hinum.......Magga 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Vá, svona á páskfrí að vera. Þetta minnir mig á að ég á línuskauta!!  Viltu kenna mér??
Gleðilega páska og njótið dagsins á morgun líka.

Íris, 8.4.2007 kl. 21:48

2 identicon

Get kennt þér að detta illa:) heheheh takk skvísa...sömuleiðis

Magga (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband