Veturinn klárast

Jæja þá er veturinn að kveðja okkur og gerir það með látum bara, allavega hérna á höfuðborgarsvæðinu.  Alveg skelfilegt að horfa upp á þessi hús brenna í miðbænum.  Mjög sorglegt.  Verður skrýtið að keyra niður Laugaveginn og sjá ekki gamla hornið þar sem maður stoppaði í sjoppunni, Pravda með LÖNGU röðunum fyrir utan á laugardagskvöldi og allt sem þarna var.  Vonandi að borgin og eigendur húsanna taki sig saman og byggi þetta upp sem allra fyrst til að mynd komist á miðbæinn á ný.

Og ekki nóg með þetta, nú í kvöld fór Laugavegurinn algerlega á flot í sjóðandi heitu vatni.  Fólk brenndist við að stíga í vatnið en vonandi að etta verði ekki alvarlegt. 

Þannig að vonandi er þetta allt bara merki um að sumarið verði frábært:) eigum við ekki að vona það allavega?

Fanney Lind fór í Bláfjöll í dag, með skólanum.  Mikið gaman skilst mér.  Fékk að leigja sér snjóbretti.  Einu kröfurnar sem ég setti voru að hún kæmi heim með helst alla útlimi heila.....og hún gerði það.  Datt reyndar eitthvað á bakið og var eitthvað smá stirð í kvöld, en ekkert sem smá kúr hjá mömmu lagar ekki:)  Við Patrekur byrjuðum daginn á Hjalla eins og venjulega nema að núna var hann að bjóða mér í morgunkaffi eins og allir krakkarnir gerðu við foreldra sína.  Rosalega kosy og gaman.  Voru búnir að sitja og búa til ostapinna þessir hermenn á kjarnanum hans.  Hef oft hugsað um að skipta um leikskóla fyrir hann, koma honum inn hérna í hverfisleikskólann.  En ég get ekki hugsað mér að sleppa þessu tækifæri fyrir hann.  Þarna fær hann allt sem hann þarf og er bara svo hlinnt þessari stefnu hennar Möggu Pálu að ég held ég reyni að hafa hann sem allra lengst þarna bara.  Er td mjög montinn yfir því að hann sé að fara að læra ensku í haust:)

En jæja, ætla að vona að þið eigið gleðilegan sumardaginn fyrsta, hvar sem þið eruð á landinu eða í heiminum. Takk fyrir veturinn sem er nú nánast liðinn.

Magga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Gleðilegt sumar Magga

Íris, 20.4.2007 kl. 20:27

2 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Þá fer maður að geta sagt: Good morning Patrick!  Gleðilegt sumar elsku systir

Móðir, kona, sporðdreki:), 22.4.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband