Jahérna hér

Ég missti nú bara hökuna niður áðan þegar ég las fyrirsögnina á mbl.is að Ingibjörg Sólrún og Geir væru sest á samningafund........tak nú ofan fyrir þeim stjórnarmönnum fyrir þetta.  Verður heldur betur gaman að fylgjast með fréttum í kvöld.......

En já að öðru, eignaðist lítinn frænda í gærkvöldiGrin. Helga Björg og Binni, austlendingarnir mínir, eignuðust lítnn prins.  Loksins annar strákur í familiuna....Patrekur var sá fyrsti á eftir Eyþóri......hehemmm nokkur ár þar á milli, en loksins loksins eru þeir orðnir fleiri.  Þurfum kannski að fara að passa okkur hérna stelpur í fjölskyldunni.  Ég var nú víst búin að veðja á stelpu.........en sem betur fer lagði ég ekki aleiguna undir.  Til hamingju elsku dúllurnar mínar!!

Vinna, vinna meira og kannski sofa hefur verið helsta viðfangsefni mitt síðustu vikur.  Gámur á gám ofan.....á planinu í hverri viku.  Metið var slegið í brettafjölda í síðustu vikur þegar við tókum á móti 29 brettum af allskyns vörum.....og tek fram.....bara mín megin í heildsölunni!! Vá hélt án gríns að ég kæmist ekki út úr þessu öllu.  En með aðstoð mikilla karlmanna, tókst það sem betur fer og er nú farið að sjást í gólfið.  Fór 3 sinnum á Akranes í þessari viku og svo á Egilsstaði.  Talandi um Egilsstaði, fannst nú alveg frábært að hitta þar konu og dóttur hennar sem ég var að vinna með hérna í Hafnarfirði fyrir um ári síðan.  Fluttu austur fyrir 2 vikum og það urðu heldur betur fagnaðarfundir hjá okkur.  Finnst alltaf gaman að koma austur, falleg flugleið og bara yndislegur bær, Egilsstaðir.  Var nú að spá í að skutlast bara upp að Hafrafelli (þar sem Helga og Binni búa) og marka aðeins fyrir þau svona þar sem þau voru hérna í barnsfæðingum.  Hefði nú verið gaman að rifja upp gamla takta.

Fanney les og les fyrir próf núna....gengur bara vel hjá henni.  Hún stendur sig æðislega í þessu öllu, hvort sem það er skólinn eða fótboltinn.    En ég skil svo vel hvað það getur verið erfitt að sitja inni og lesa á meðan það er gott veður úti.....og virðist líka vera svo misjafnt á milli foreldra hvað þeir leggja mikla áherslu á að krakkarnir lesi fyrir próf.  Stundum lítill skilningur hjá félugunum að það sé ekki hægt að vera úti öll kvöld......en svona er þetta nú bara.

Jæja ætla að fara að mata hana af enskum sögnum.......bæ þar til síðar...


smíðar

Já Íris, ég er sko að smíða kanínukofa með krökkunum mínum.  Hann verður orðinn svo flottur fyrir rest að ég hugsa að ég gæti sjálf sofið í honum bara:)  Svo á bara eftir að finna kanínurnar í hann...........

Jæja.......svona er lífið

Hvað er þetta með kosningar........ég hef nú yfirleitt verið viss um hvað skal kjósa......og alltaf með mínar rökstuddu skoðanir á því......en núna er ég hreinlega alveg tóm.  Mér finnst þetta vera komið út í svo mikið bull.  Allavega get ég ekki gert upp hug minn þratt fyrir að ég sé búin að vera að reyna að horfa á einhverja umræðu þætti og þannig......kannski að maður verði bara í evróvisíon partý einhversstaðar frekar:)  Talandi um söngvakeppnina......skrapp í Hvaleyrarskóla í morgun en foreldrum 6. bekkinga var boðið í samveru sem er haldin reglulega.  Þar koma nemendur bekkjanna fram með allskyns skemmtiatriði.  Í dag var lagt upp í tónleika með lögum sem Ísland hefur sent í söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.   Það var hreinlega frábært!!! Þessir krakkar, hvað þeim dettur í hug.  Fanney söng með Auði lagið "if I had your love" með Selmu Björns.  Tókst æðislega hjá þeimGrin.  Svo voru þarna fleiri atriði, td komu 4 strákar og sungu Heaven með Jónsa....allir í gallabuxum og hvítum bolum.....engir smá töffarar....hehehe.  Þetta er mjög gaman að fá að fara þarna og sjá þessa krakka.  Húrra fyrir Hvaleyrarskóla! 

Erum að spá í að skreppa vestur um helgina til að slaka aðeins á.  Krakkarnir farnir að grátbiðja mig um það.  Enda er góða veðrið þar.  En jæja, best að fara að halda áfram að taka til og smíða:)

 kossar frá Holtó


Smá viðbót

Já ég fór að lesa núna bloggið hjá mínum kæra bróður og hans konu.  Er svo hjartanlega sammála þeim um þeirra skoðanir á ákvörðun okkar kæru presta um giftingu samkynhneigðra.  Sorglegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á börn, unglinga og annað fólk sem hefur haft það að lífsmottói að láta jafnt yfir alla ganga.  Var það ekki það sem okkur var jú kennt í kristinfræði, trúarbragðafræði og fermingafræðslunni?  Ég bara spyr.......

Veturinn klárast

Jæja þá er veturinn að kveðja okkur og gerir það með látum bara, allavega hérna á höfuðborgarsvæðinu.  Alveg skelfilegt að horfa upp á þessi hús brenna í miðbænum.  Mjög sorglegt.  Verður skrýtið að keyra niður Laugaveginn og sjá ekki gamla hornið þar sem maður stoppaði í sjoppunni, Pravda með LÖNGU röðunum fyrir utan á laugardagskvöldi og allt sem þarna var.  Vonandi að borgin og eigendur húsanna taki sig saman og byggi þetta upp sem allra fyrst til að mynd komist á miðbæinn á ný.

Og ekki nóg með þetta, nú í kvöld fór Laugavegurinn algerlega á flot í sjóðandi heitu vatni.  Fólk brenndist við að stíga í vatnið en vonandi að etta verði ekki alvarlegt. 

Þannig að vonandi er þetta allt bara merki um að sumarið verði frábært:) eigum við ekki að vona það allavega?

Fanney Lind fór í Bláfjöll í dag, með skólanum.  Mikið gaman skilst mér.  Fékk að leigja sér snjóbretti.  Einu kröfurnar sem ég setti voru að hún kæmi heim með helst alla útlimi heila.....og hún gerði það.  Datt reyndar eitthvað á bakið og var eitthvað smá stirð í kvöld, en ekkert sem smá kúr hjá mömmu lagar ekki:)  Við Patrekur byrjuðum daginn á Hjalla eins og venjulega nema að núna var hann að bjóða mér í morgunkaffi eins og allir krakkarnir gerðu við foreldra sína.  Rosalega kosy og gaman.  Voru búnir að sitja og búa til ostapinna þessir hermenn á kjarnanum hans.  Hef oft hugsað um að skipta um leikskóla fyrir hann, koma honum inn hérna í hverfisleikskólann.  En ég get ekki hugsað mér að sleppa þessu tækifæri fyrir hann.  Þarna fær hann allt sem hann þarf og er bara svo hlinnt þessari stefnu hennar Möggu Pálu að ég held ég reyni að hafa hann sem allra lengst þarna bara.  Er td mjög montinn yfir því að hann sé að fara að læra ensku í haust:)

En jæja, ætla að vona að þið eigið gleðilegan sumardaginn fyrsta, hvar sem þið eruð á landinu eða í heiminum. Takk fyrir veturinn sem er nú nánast liðinn.

Magga


Gleðilega páska!

Jæja þá er páskadagur kominn og allt eins fljótt að líða eins og áður.  Fórum á Laddi 6-tugur á miðvikudagskvöldið.....og oh my god hvað það var æðislega gaman.  Þessi maður er snillingur.  Það sem kom mér mest á óvart var þegar hann skellti sér í Bubba líki og tók hann líka svona flott.  Hef aldrei séð neinn taka hann eins vel.  Allir gömlu karakterarnir voru þarna og það var frábært að rifja þá alla upp.  Svo sá maður stundum að hann var eitthvað að spinna, þegar hljómsveitin og aðrir leikarar sem voru á sviðinu með honum, grétu hreinlega úr hlátri.  Þá kom greinilega eitthvað sem ekki var búið að æfaWink.

Brunuðum svo vestur á fimmtudaginn til að sækja Patrek, en hann fór vestur með mömmu og Helgu á þriðjudag.  Ég var plötuð á línuskauta......hehemmmm byrjaði nú ekki vel, flaug beint á æðri endann með miklum verkjum um allan líkamann.  Svo var stefnan tekin niður að sláturhúsi en þar átti jú að vera gott plan til að æfa mig á.  Þegar Ási var sennilega búinn að fara 5 ferðir samanlagt fram og til baka...(við að bíða eftir mér) komst ég loksins á leiðarenda.  Jú skal alveg viðurkenna að þetta er örugglega mjög gaman þegar maður er búinn að ná tækninni.....en þangað til er þetta eiginlega bara sársaukafullt!!   Komum svo aftur suður á föstudaginn langa.  Fór með krakkana í Kringluna í gær, bara til að chilla.  Páskaeggjaleit fór svo fram í morgun....var held ég allt of lin í þeim feluleik.  Fundu þau nánast strax.  En þau eru eitthvað ekki mjög gráðug í eggin í dag.  Fórum mikið út að labba, hjóla, hlaupa og línuskautast þannig að það eru allir bara í góðum gír hérna.  Grilluðum svo svínakjöt núna áðan og allir liggja núna og láta líða úr sér.  Svona á páskadagur að vera.

farin að letast með hinum.......Magga 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband